BRODDI
Raddstýrðar fréttir - Ókeypis app.
Með Brodda-appinu flettir þú í gegnum fréttir og fréttatengt efni með íslenskum raddskipunum. Broddi er þinn persónulegi, raddstýrði fréttalesari og fæst ókeypis fyrir iPhone og Android.
Ef þú nennir ekki að hlusta á þá frétt sem hann er að lesa, þá segir þú bara "Broddi, næsta!"
Broddi í stuttu máli
RADDSTÝRT ÓLÍNULEGT ÚTVARP. LOKSINS!
ÞÚ STÝRIR FERÐINNI
Þú sækir þær fréttir sem þú vilt á þeim tíma sem þér hentar. Manstu þegar þú startaðir bílnum og heyrðir „...Fréttalestri er lokið" og þurftir svo að afplána vond lög í kjölfarið. Það er liðin tíð.
HUGRÆNN LAUSAGANGUR
Renndu yfir fréttir þegar hendur og augu eru upptekin í öðru og þú ert í nokkurs konar hugrænum lausagangi,... að ganga, aka, hjóla, strauja, vaska upp og fleira.
Á ÍSLENSKU MÁ ALLTAF FINNA RADDSKIPUN
Okkur finnst mikilvægt að sporna gegn ógnunum sem steðja að íslensku í stafrænum heimi. Við byrjum smátt, á afmörkuðum þætti, en gerum það vel og veljum hágæðaefni frá RÚV.
STYRKIR SAMSTARFIÐ
Broddi er samstarfsverkefni Brodda máltækni ehf., Háskólans í Reykjavík og Ríkisútvarpsins. Broddi hefur hlotið styrki frá Rannís, Velferðarráðuneytinu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þróun Brodda hófst í október 2017.
HVERNIG VIRKAR BRODDI?
Mundu þessi 4 mikilvægu atriði, þá mun margt fara vel.
ALLAR LEIÐBEININGAR INNI Í APPINU
Tannhjólið í appinu vísar þér á leiðbeiningarnar. Þar finnur þú þær 8 skipanir sem Broddi skilur og hvernig best er að nota Brodda. Þar finnur þú líka stillingar.
FYRST TENGJA - SVO KVEIKJA
Best er að nota heyrartól eða Bluetooth hátalara. Mundu að tengja fyrst hátalarann eða heyrnartólin áður en þú kveikir á Brodda
HLJÓÐBROT 1 AF 1
Ef það stendur "Hljóðbrot 1 af 1" við fréttaþáttinn þýðir það að hann er ekki klipptur niður. Þá virkar ekki skipunin "Broddi, næsta!" En allar aðrar skipanir virka
SLÖKKVA & KVEIKJA
Ef þér finnst Broddi hegða sér illa, er áhrifaríkast bara að slökkva og kveikja og mundu að slökkva alveg (swipe up) á forritinu eftir notkun til að spara batterí og gagnaflutning.
Leiðbeinignar - hljómfallið og inniröddin
Broddi skilur 9 skipanir
Broddi næsta! - Næsta frétt spilast
Broddi bíddu! - Lestur stöðvast
Broddi lestu! - Lestur hefst aftur
Broddi hvað sagðirðu? - Lestur bakkar um 5 sek.
Broddi áfram! - Lestur fer fram um 10 sek.
Broddi bakka! - Núverandi frétt byrjar aftur
Broddi hækka! - Hljóðstyrkur eykst
Broddi lækka! - Hljóðstyrkur lækkar
Broddi hættu! - App slekkur á sér.
BRODD-BORGARAR
Broddi máltækni ehf er eigandi Brodda
JÓN PÁLL LEIFSSON
Markaðs- og kynningarmál
JÓN GUÐNASON
Stjórnarformaður
RÓBERT KJARAN
Yfirumsjón með forritun